Sumarstarfsfólk á Mogganum??!!

Það hefur lífgað alveg ægilega upp á tilveruna hjá okkur "hjónakornunum" að lesa fréttir Moggans undanfarna daga, enda oft ýmsar skrítnar setningar og málvillur sem koma upp.

 Sem dæmi opnaði ég þrjár fréttir af mbl.is fyrr í dag og í tveimur þeirra fannst eitthvað sem betur hefði mátt fara:

Frétt um að eldsneytisverð hefur lækkað töluvert í sjálfsafgreiðslu. 

Þar sagði: ,, Eldsneytisverð hefur lækkað á mörgum sölustöðum í dag. Á flestum mannlausum sjálfsafgreiðslustöðvum nemur lækkunin um..."

Gott að taka það fram að það vinni ekki starfsfólk á sjálfsagreiðslustöðvum... Wink

 Önnur frétt um handtöku mótmælenda við Straumsvík. Þar kom fram síðast í fréttinni að:,,Enn eru nokkrir mótmælendur á svæðinu og hafa eru einhverjir þeirra að hlekkja sig við síló í talsverðri hæð." 

 Ok  - kannski aðeins of mikil smámunasemi - en svo virðist sem enginn metnaður sé hjá Moggafólki í fréttamennsku yfir sumartímann...eða að sumarstarfsfólk fylli raðir fréttamanna þessa dagana sem hafa ekki almennilegt vald á íslensku. 

En þetta er upplífgandi við lestur EES réttar í 20 stiga hita hér á Röstinni. 

 Hendi inn öðrum spaugilegum fréttum við tækifæri.

Bryndís 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er sko alveg sammála þér í þessu með stafsetningavillur í fjölmiðlum. Stundum hreinlega skil ég ekki heilu setningarnar og verð að lesa þær aftur ! En bíddu bara þangað til að þú hittir mig, því eftir að ég varð ólétt hef ég byrjað að talað alveg svakalega vitlaust (örugglega skrifa vitlaust líka), maður er eitthvað svo innilega utan við sig að 1/4 væri alveg nóg ;)

Hey hitti þig örugglega á föstudaginn með Steinunni ;) Hlakka til,

kveðja Ösp

Ösp (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband