Frítt í strætó

 Á http://www.rvk.is/betristraeto/ er verið að auglýsa frítt í strætó fyrir framhalds- og háskólanema á höfuðborgarsvæðinu núna í haust. 

Spyr sú sem ekki veit: Þýðir þetta þá að börn á grunnskólaaldri fá ekki frítt í strætó?

Ok kannski eru börn á yngri stigum ekið í skólann um leið og foreldrar fara í vinnuna. En hvað með eldri börnin - 14-16 ára?? Systir mín er að fara í 9. bekk og tekur strætó út um allt. Þurfa þá foreldrar að bera kostnað af strætóferðum yngri barna sinna - en ekki barna í framhaldsskóla (þeirra sem eru með mestar tekur til neyslu ef þau eru í vinnu).

 Æ, mér finnst þetta bara hallærisleg mismunun - og vona að þetta sé bara misskilningur í mér. Að allir nemendur á höfuðborgarsvæðinu fái frítt í strætó!!

kv. B 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, sammála, alltaf þarf að mismuna einhverjum í þjóðfélaginu !

Kveðja Öspin

Ösp (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 15:31

2 identicon

Ok ætlaði að svara þessari færslu en verð að koma því á framfæri að "Ruslpóstvörnin" þín mismunar líka fólki - grunnskólabörn (eða ég án reiknivélar) eiga ekki öll séns á að kommenta hjá þér sökum flókins útreikningar sem krafist er!!

En aftur í færsluna. Frítt í strætó átakið er til þess að LOKKA fólk sem allra jafnan myndi ALDREI nota strætó, ekki til þess að spara útgjöld fyrir stórfjölskyldur (Ríkistjórnin vill sjá til þess að hún fái allar barnabæturnar tilbaka & meira til í formi t.d. leiksskólagjalda...) Þess vegna er miðað á framhalds-& háskólafólk því það er fólkið sem stritar til að eiga fyrir bíl til að halda í sjálfsvirðinguna. Það er vegna þeirrar staðreyndar að það eru BARA, börn - útlendingar - elliæringjar - öryrkjar & "álíka" aumingjar sem nýta sér almenningssamgöngur á íslandi, trikkið er að fá unga, svala & fallega fólkið ( ehemm U know.. like US) til að nýta sér strætó svo það verið ekki stimplað jafn hallærislegt í framtíinni & að jafnvel almenningur muni nýta sér þessar almenningssamgöngur....BRILLIANT markaðssetning!!

Eva Hlín (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband