Ónýtur matur hjá stórum merkjum

Jammí jamm.

Þetta er bara svipað og þegar við fórum á KFC úti í Shanghai í vor og það voru köngulær í maísnum - lifandi. Bjuggumst aldrei við því, sérstaklega þar sem við fórum á staðinn við Peoples Square (sem er í vestrænasta hluta Shangahai).

Höfum ALDREI eftir þetta farið á neinn KFC stað, neins staðar, fyrst eftirlit með umboðunum er svona gott...!!

 Gaman að þessu :)


mbl.is Staðfesta að boðið sé upp á gamalt salat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldeilis margt búið að ganga á...

Langt er síðan við höfðum tíma til að blogga eitthvað og biðjum við aðdáendur okkar velvirðingar.

Skemmst er frá því að segja að heimilislífið hefur verið á öðrum endanum sl. vikur, enda var fest kaup á íbúð - einn tveir og tíu- og svo fengu "þeir gömlu" (pabbinn & pabbinn) ásamt "þeim ungu" Ingó og Braga viku til að leggja allt gólfefni. Rumpuðumst við mútta þá um bæinn að kaupa nauðsynjar í búið meðan kallarnir voru að, enda ýmislegt sem ekkert heimili má án vera...td. ostaskeri og gólftuskur og ljósaperur og þannig.

Eftir allt whippið með kallana ætlaðist mín audda til að fá að halda útskriftarveislu í höllinni, þannig að á einni viku varð íbúðin að vera orðin íbúðahæf og veislan ready. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort ekki hafi lekið nokkrir svitadropar við að unpakka allri búslóðinni, setja upp nýja hluti og myndir, ganga frá ýmsum lagfæringum, plana veisluna, kaupa kjólinn, elda matinn og bjóða í veisluna. Og í öllu þessu byrjaði Bragi líka í vinnunni og þurfti nottla tíma/orku í að undirbúa sig og ná áttum (hann fékk nú samt minnst af því), enda er ég extra blíð þessa dagana ;).

Þannig að á laugardaginn sl. var slegið upp veislu eftir formlega athöfn á Bifröst þar sem mín var útskrifuð sem viðskiptalögfræðingur með meiru ... og bestu einkunn í lagadeildinni. Ekki slæmt það :) Veislan tókst svo alveg prýðilega, temmilega mikið af fólki þannig að maður náði að tala við alla (nema þá sem gleymdu að mæta - þú veist hver þú ert!!! Angry). Ógeðslega góður matur enda elduðum við mamma hann (með aðstoð múttunnar hans Braga og Fanney vinkonu mömmu). En ekki varð neitt of mikið úr kvöldinu þegar fólk var farið eftir miðnættið - heldur hafði maður rétt svo orku til að setja afgangana inn í ísskáp - sem voru reyndar það miklir að maður er búinn að vera að éta veislumat alla vikuna. Þannig að ég þakka öllum sem komu í veisluna og vonandi skemmtu þið ykkur jafn vel og ég!!

 Annars má kannski segja frá því að ég er geðveikt eftir á í skólanum þar sem það er ógeð mikið að gera - og til að bæta á álagið er ég byrjuð að vinna með! Já veit smá bjartsýni í gangi - en ég sótti um heavy spennandi starf hjá Skattstjóranum í Reykjavík um sl. helgi og fór svo í viðtal næsta dag og var svo ráðin klukkutíma seinna!! Jei!! Þetta er nottla geðveikt mikið af upplýsingum fyrsta daginn og hausinn er að sprynga...en maður kannast nú svona við þetta flest allt eftir skattaréttin sl. vor. En ég verð nú bara að vinna ca 1-2 daga í viku eins og hentar mér.

 Annars...got to go...svo ég verði áfram með vinnu eftir helgi.

Bið að heilsa

-Bryndís


Þegar stórt fólk syngur, jafnvel mörg saman - er það þá Tröllakór?

jæja við hjúin höfum keypt okkur húsnæði. Nánar tiltekið þá höfum við fest kaup á tæplega 100m2 íbúð í Tröllakór 12 og verða gestir og gangandi boðnir velkomnir þangað þegar parket og flísar eru komnar inn.

 

Keyptum eðalparkett - eik country ef ég man rétt og þykir mér nafnið benda til þess að eikin sé ættuð utan af landi. Slíkt er gríðargott þar sem verðandi heimkynni eru nánast úti á landi. Heiðmörk og Vatnsendi eru kennileiti mjög nálægt fyrir þá sem ekki skilja neitt í því hvar Tröllakór er.

 

Flísar voru svo verslaðar í gær. Gríðargóðar gráar flísar sem ég bind miklar vonir við. Ljósgráar flísar í eldhúsið á milli skápa.

 

Búin að kaupa sófa, sófaborð, borðstofuborð og stóla og allt að gerast. Þetta er allt eins og best  verður á kosið.

 

Verður þetta vonandi gott framtíðarheimili fyrir okkur hjúin. Mun skella inn myndum við tækifæri.

 

Já - í öðrum fréttum - þá er ég orðinn lögfræðingur hjá Persónuvernd og mun hefja þar störf þann 3. sept. Hlakka mikið til og tel mig afar heppinn með vinnuna.

 

Annars bið ég að heilsa öllum traustum lesendunum (ef einhverjir) og skrifa fljótlega aftur svo ég verði ekki rekinn af blogginu.

 

bkv.

Bragi 


Ógeðslega fyndið

Var að skoða vörubækling frá verslun sem heitir Raflagnir Íslands ehf. á netinu. Og hann er ógeðslega fyndinn. Það er sem sagt verið að kynna skápa, hillur, skúffur og svoleiðis drasl í bílskúra og geymslur. Og á sumum myndunum er búið að stilla upp fólki/fyrirsætum til að standa við skápana. Á sumum myndunum er mynd af karlmanni í vinnugalla og gönguskóm og alveg algíraður svona "handy-man". En á sumum myndanna (og raunverulega fleiri myndum) eru dömur, ýmist í pínupilsinu eða einhvers konar vinnuslopp (og virðast ekki vera í neinu undir) og allar í þvílíkum pinnahælum. Mér finnst þetta svo sniðugt...ég veit að kynlíf selur og allt það og að eðlilegt telst í auglýsingum að falleg lítið klædd kona standi við vöruna...en common...við erum að tala um verkamanna-vinnuskúrs-skápa og þannig dót. Kona í hvíta pínupilsunu með heavy make-up er varla að fara að selja vöruna betur en eðlilega staðsetti handy-maðurinn í hrottalega sexy vinnugalla...

 Og það er bannað að spyrja af hverju ég var að skoða þennan bækling...Blush


Atrópía

Fór á frumsýninguna á Astrópíu í gær og verð að viðurkenna að hún var mun betri og skemmtilegri heldur en ég þorði að vona. Var ekki viss um hvort ég nennti að sjá myndina því trailerinn var ekki góður. En viti menn...myndin var mun raunverulegri og eðlilegri heldur en margar íslenskar myndir eru (viðurkenni að ég er ekki mikið fan af íslenskum myndum) og bara einstaklega góð skemmtun. 

Ragnhildur stelpan stóð sig líka mjög vel og var mjög eðlileg í þessu hlutverki...kannski á það vel við hana og ekki miklar eða óeðlilegar stellingar  sem hún þurfti að setja sig í. Nei ég segi bara svona -  hörkustelpa og geðveikt body í þessari mynd enhún þurfti að taka eitt atriði á nærfötunum einum saman. Sama á við um hina leikarana, allir voru mjög eðlilegir í sínum hlutverkum og enginn ofleikur að sjá eins og oft er í íslenskum bíómyndum. 

Loksins er ég líka búin að skilja þennan hlutverkaleik sem fólk í kringum mig hefur verið að spila og tala um, en ég hef reynt að skilja og spyrjast fyrir um þetta í langan tíma og botna ekki upp né niður í neinu þegar "spilarar" reyna að útskýra fyrir mér út á hvað þetta gengur.

 Þannig að allt í allt verð ég að mæla með þessari mynd...en það kannski þarf ekki, enda virðist íslenska þjóððin hrúgast inn í bíósali um leið og eitthvað íslenskt sést á tjöldunum. 


mbl.is Astrópía frumsýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frítt í strætó

 Á http://www.rvk.is/betristraeto/ er verið að auglýsa frítt í strætó fyrir framhalds- og háskólanema á höfuðborgarsvæðinu núna í haust. 

Spyr sú sem ekki veit: Þýðir þetta þá að börn á grunnskólaaldri fá ekki frítt í strætó?

Ok kannski eru börn á yngri stigum ekið í skólann um leið og foreldrar fara í vinnuna. En hvað með eldri börnin - 14-16 ára?? Systir mín er að fara í 9. bekk og tekur strætó út um allt. Þurfa þá foreldrar að bera kostnað af strætóferðum yngri barna sinna - en ekki barna í framhaldsskóla (þeirra sem eru með mestar tekur til neyslu ef þau eru í vinnu).

 Æ, mér finnst þetta bara hallærisleg mismunun - og vona að þetta sé bara misskilningur í mér. Að allir nemendur á höfuðborgarsvæðinu fái frítt í strætó!!

kv. B 

 


Kína Kína Kína

Ég er að segja ykkur það - allt slæmt sem gerist í heiminum (og er ekki tengt stríðssvæðum) gerist í Kína eða á upptök sín þar. 

Ef það er ekki eitur í matvörum, blý í barnaleikföngum, hjólbarðar sem springa undan bílum við notkun, barnakrabbi á hæsta stigi þá eru það útrýming sjaldgæfra dýrategunda.

 Mæli eindregið með því að þeir sem vilja sjá þetta með eigin augum kíki til Kína. 

Ég alla vegna gerði það - og langar ekki þangað aftur.

 kv. Bryndís


mbl.is Ferskvatnshöfrungur líklega útdauður eftir 20 milljónir ára á jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingar í fréttum!

Er gúrkutíðin svona rosaleg eða er Mogginn farinn að taka að sér auglýsingar fyrir búðir út í bæ?
mbl.is Fávitafæla og angurgapi til höfuðs erfiðum samböndum og nágrannaerjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskar

Ekki myndi ég vilja fá köttinn uppí til mín!!!
mbl.is Kötturinn með ljáinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarstarfsfólk á Mogganum??!!

Það hefur lífgað alveg ægilega upp á tilveruna hjá okkur "hjónakornunum" að lesa fréttir Moggans undanfarna daga, enda oft ýmsar skrítnar setningar og málvillur sem koma upp.

 Sem dæmi opnaði ég þrjár fréttir af mbl.is fyrr í dag og í tveimur þeirra fannst eitthvað sem betur hefði mátt fara:

Frétt um að eldsneytisverð hefur lækkað töluvert í sjálfsafgreiðslu. 

Þar sagði: ,, Eldsneytisverð hefur lækkað á mörgum sölustöðum í dag. Á flestum mannlausum sjálfsafgreiðslustöðvum nemur lækkunin um..."

Gott að taka það fram að það vinni ekki starfsfólk á sjálfsagreiðslustöðvum... Wink

 Önnur frétt um handtöku mótmælenda við Straumsvík. Þar kom fram síðast í fréttinni að:,,Enn eru nokkrir mótmælendur á svæðinu og hafa eru einhverjir þeirra að hlekkja sig við síló í talsverðri hæð." 

 Ok  - kannski aðeins of mikil smámunasemi - en svo virðist sem enginn metnaður sé hjá Moggafólki í fréttamennsku yfir sumartímann...eða að sumarstarfsfólk fylli raðir fréttamanna þessa dagana sem hafa ekki almennilegt vald á íslensku. 

En þetta er upplífgandi við lestur EES réttar í 20 stiga hita hér á Röstinni. 

 Hendi inn öðrum spaugilegum fréttum við tækifæri.

Bryndís 


 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband