Hundurinn Lúkas

Jæja, þá er helvítis hundsspottið fundið og strákurinn sem var sakaður um að hafa drepið hann ætlar í mál. Gott hjá honum, enda með ólíkindum hvernig fólk getur látið á bloggsíðum og SMS. Hótanir um barsmíðar og manndráp.

Hefur samt einhver pælt í því að það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að hundurinn "hljóp að heiman". Hefði ég nú frekar haldið að gellan sem á hann væri ekki með fulle fem, alla vegna miðað við viðtalið við hana í fréttum um daginn og í ljósi þess að hún hringdi í greyið drenginn og hótaði honum öllu illu. 

Ef ég væri hundur hefði ég nú örugglega líka hlaupið af heiman ef þetta væri eigandinn minn... 


Update

jaeja....

 allt gott ad fretta af okkur. Sidan seinast tha erum vid buin ad fara til Malaysiu. Perhentian Kecil heitir eyjan. Draumaeyja vaegast sagt. Vorum thar i kofa a strondinni i 8 daga. Myndir og nanari umfjollun koma sidar. Malaysia er algjor draumur. Landid allt er storkostlegt.

Forum fra Malaysiu til Hong Kong. Hong Kong er ekki Kina. Thad er a hreinu. Mun mun betra. Gaman ad skoda thar. Skelltum okkur medal annars til Macau sem er rett hja Hong Kong. Sjalfsstjornarsvaedi eins og Hong Kong.

Fra Hong Kong var farid til Sanya i Kina. Einn fallegasti stadur a jordinni er einmitt Yalong Bay i Sanya. Hotelid er frabaert, utsyni yfir hafid, hotelid a strondinni og vedrid gott.

Vid erum nokkud satt - hamingjusom og afsloppud.

Foreldrar braga heimsottu okkur hingad og eru med okkur i Sanya. Thau fara svo heim thann 29. juni og 30. forum vid til Boracay a Philipseyjum.

 bidjum ad heilsa vinum og fjolskyldum heima - hlokkum til ad sja ykkur fljotlega.

 BogB


vitrir menn... og misvitrir leigubílstjórar í Tælandi

Já svosem kominn tími á bloggfærslu.  Erum núna í Thailandi.

Á að vera algjör draumur. Þ.e. landið. Sé það raunar ekki en finnst þetta allt vera algjör draumur og er það eflaust nú frekar félagsskapurinn fremur en landið sjálft sem er frekar dapurt.

Leigubílstjórar gera útá það hér að fara með mann á vitlausa veitingastaði. Veitingastaðirnir borga þeim fyrir. Þess vegna eru veitingastaðirnir ekki með skilti heilt yfir með nöfnum. Segja bara nafnið sem leigubílstjórinn segir þeim að segja. Snjallt kerfi en vissulega óþolandi.

Sem dæmi - þá tókum við þrjá leigubíla til að fara á réttan stað í gær. Fyrstu tveir voru ódýrir. Enda fórum við á ranga staði. En með þriðja þá áttaði ég mig - ef hann gæti ekki farið með mig á stað þar sem væri skilti - no money. 

Maður er eiginlega farinn að átta sig á því hvað margt er gott heima þegar útdvölin hefur verið svona löng. Er að kenna nemendum í FTÍ, sem eru upp til hópa afskaplega skemmtilegir nemendur - já og fólk - sem flest eru stödd á Íslandi meðan ég er hérna úti og heimþráin minnkar ekkert þegar þau senda manni lítil innslög með því hvernig veðrið sé eða annað. Ísland er þægilega stórt. Hlakka til að "byrja" lífið í höfuðborginni. Hef ekki búið þar ansi lengi og er mjög spenntur. Það er engum manni hollt að vera of lengi á sama staðnum. Það gildir jafnt um mig eins og aðra. Tilbreytingin er lífsnauðsynleg. Maður sér það í ferð sem þessari. Er sjaldan of lengi á sama staðnum  og því alltaf á tánum. Slíkt er hollt.

Fleira sem maður sér á svona ferðalögum er að það er ekkert sjálfgefið að eiga það jafngott og maður á. Það er ekki hægt að hugsa svona.

Vildi bara koma þessu frá mér. Sakna ykkar fjölskylda og vinir á Íslandi. En hef það afskaplega gott hérna með Bryndísi minni. Er afskaplega heppinn að eiga ykkur öll að. Það er einfaldlega svo. 

Ætla að fara í yfirferð verkefna - bkv. Bragi


Maíferðin til Beijing

Það gleymdist víst alltaf hjá okkur að skrifa eitthvað um ferðina okkar góðu í frívikunni 1. Maí. Upphaflega var áætlað að fara eitthvað út fyrir landsteinana (Kína) en við skiptum um skoðun á síðustu stundu. Bæði vegna þess að það voru ekki margir dagar eftir fyrir okkur Braga í Kína þar sem hann er víst í vinnu heima á Íslandi og einnig vegna þess að við munum fara í gegnum og framhjá svo mörgum löndum í Asíu-túrnum okkar núna í sumar. 

Lá því leiðin til höfuðborgar Alþýðulýðveldisins Kína – Beijing eða eins og Íslendingar kalla hana – Peking. Og svo eftir nokkurra daga stopp þar kíktum við í „lítinn“ bæ sem heitir QuingDao. Á sér uppáhaldsdrykkur okkar Braga hér úti sér þaðan upptök, en bjórinn heitir einmitt TsingTao eftir bænum. Sem var reyndar undir þýskum yfirráðum fyrir einungis 50 árum.

En áfram með smjörið...hendi því inn hér nokkrum myndum úr ferðinni...en næstu færslur verða svo úr Asíu-reisunni okkar, en hún byrjaði einmitt á föstudaginn var (nú er miðvikudagur). Er sem sagt í Lhasa í Tíbet og verð þar út vikuna. En meira um það næst....

tiananmen torg

Þetta er torg hins himneska friðar eða Tianan‘men Square. Þarna var alþýðulýðveldið eða the peoples‘ republic of China stofnað árið 1979 (my ass að það sé lýðveldi hérna). En torgið er einnig þekkt í hinum vestræna heima sem torgið þar sem stúdentar voru myrtir 1989 fyrir að mótmæla mannréttindabrotum í Kína – það var sem sagt keyrt yfir þá á skriðdrekum.

Og ótrúlegt en satt finnast hvergi heimildir um þetta í neinum sögubókum eða söfnum í Kína. Þetta er einfaldlega bara strokað út úr sögunni...þægilegt nokk.

mai ferd 009

Þetta er Tianan‘men byggingin sem snýr út að torginu, en sögusafnið þar inni segir til um það sem gerst hefur á torginu (og dregur einnig undan ýmislegt miður fallegt í sögu þessa lands). Þar er sem sagt bara sagt til um það hvernig commúnisminn sigraði kalda stríðið og hvernig kínverski herinn er sá besti í heimi o.þ.h.

Framan á byggingunni er risastórt málverk af Mao sem er mikið dýrkaður hér í kína. Ótrúlegt hvað ríkisvaldið er sterkt og getur haft mikil áhrif á fólk, en alþýðunni finnst Mao vera dýrlingur og það besta sem gerðist fyrir kína. So what þó að hann hafi fyrirskipað eyðileggingu og hreinsanir á aldagömlum dýrgripum kínverskar menningar og reynt að útrýma öllu gömlu úr menningunni. Á meðan ríkið segir að hann hafi verið góður þá var hann það.

Reyndar gerðist það stuttu eftir að við koum aftur heim til Shanghai að einhver kínverskur maður tók sig til og kveikti í málverkinu. Það brann víst 15% af kallinum atarna. Brennunýðingurinn var handtekinn og mun vart sjá sólarljósið á þessari ævinni, ef maður þekkir kínverska mannréttindabrotakerfið rétt.

 mai ferd 005

 mai ferd 007

mai ferd 017

Hér er ein rosaflott gömul bygging rétt hjá torginu. Beijing er flott á þann hátt að hún heldur mjög miklu af þessum gömlu byggingum og eru þær flestar í miðbænum hjá forboðnu borginni og torgi hins himneska friðar. En afgangurinn af borginni minnir frekar á ameríska stórborg. Breiðar götur, nýtískuleg háhýsi og glerbyggingar. Borgin er líka nokkuð vel skipulögð og aðvelt að komast um og rata hvort sem er í taxa eða tveimur jafnfljótum.

mai ferd 015

Ég og kínverski fáninn að spreyta okkur á torginu.

mai ferd 012

 Hér stendur einn af hundruðum öryggisvarða á svæðinu. Allir eru þeir í búning og merktir í bak og fyrir. Og svo dansa þeir svona skiptidans stundum og mega ekki brosa. Þið þekkið þetta..

  

Fundum okkur uppáhaldsveitingastað þarna- með svona Sichuan rétti – hell sterkir. Staðurinn er geðveikt flottur. Hann er í gömlu munksklaustri og er örugglega í ca. 600 ára gömlu húsi. Eins og sést á myndunum.

 mai ferd 025

mai ferd 026

 mai ferd 024


Bragi og Sichuan matur – bambus lauf í sesamhentusósu og kjúklingur í chillisósu

 mai ferd 019

Bryndís og TsingTao

 

Forboðna borgin (Forbidden City):

Nokkur facts sem ég man úr þessum ógeðslega skemmtilega diktófónatæki sem ég gekk um með á hausnum allan daginn...

·         Var aðsetur keisarans í Kína þar til 1912 þegar Ming ættin féll

·         1918 flutti síðasti keisarinn burtu...hann var eiginlega rekinn í burtu

·         Keisarinn og hans hirðfólk og staff bjó þarna bara, ekki almúginn (samt er þetta ógeð stórt)

·         Þetta á að vera allt ógeðslega gamalt og allir hlutirnir líka en maður sér á þeim að allt er endurgert og fixað. Öll húsin nýmáluð, parketlögð og með rafmagni.

 mai ferd 074

Þetta var samt rosaflott að hafa séð og komið þangað. En þetta er alveg huge stórt svæði og eftir að hafa skoðað gömul hús í 3 tíma eru þau öll farin að líta eins út og maður eiginlega hefur augun bara á exit-skiltunum.

mai ferd 077

 Til merkis um hvað búið að að mixa mikið með staðinn og breyta honum fyrir túrista og annað fók þá er búið að setja rampa fyrir smábíla út um allt...

mai ferd 078

Oh…það er svo gaman að gera grín af enskunni hjá þessum kínverjum…sérstaklega á svona official stöðum.

 mai ferd 081

 

Kínamúrinn – The great wall

 

Fórum í ferð á kínamúrinn – Badaling hlutann sem er hæsti hlutinn í 888 m hæð.

Þar sem það var 30+°C hiti úti ákváðum við að taka svona bíla upp 2,5 km og labba 2,5 í stað þess að labba alla 5 km á toppinn.

 

Eitthvað lýst bara nú illa á bílana enda ófrýnilegur á svipinn.

 mai ferd 049

Myndir segja meira en mörg orð þannig að ég ætla bara að láta þær lýsa aðstæðum þarna á múrnum. Billjón manns að troðast og veggurinn upp og niður eftir fjallinu, stunum 70° upp á við án trappa, heldur bara beint upp. Þá er eins gott að halda vel í handriðið svo þú rennir ekki aftur niður!

 mai ferd 053

mai ferd 054

mai ferd 055

mai ferd 056

mai ferd 057

 mai ferd 058

mai ferd 063

Hér erum við á toppnum. Gátum keypt þar vatn á uppsprengdu verði, 3 RMB niðri og 20 RMB uppi. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort okkur hafi ekki verið nákvæmlega sama hvað vatnið kostaði eftir þessa þrekraun. Enda sagði Mao að maður gæti ekki kallað sig hetju fyrr en maður kæmist á toppinn á múrnum. (Geri samt ráð fyrir að hann hafi labbað alla leið ... en við vorum á hraðferð þar sem rútan beið okkar).

 

Í sömu ferð fórum við í Ming Tombs sem eru grafhýsi keisaranna í Kína. Grafhvelfingarnar eru allar grafnar í jörðu við fjallsrætur á einum stað þarna fyrir utan Beijing og svo er búið að byggja voða flott hús og musteri ofan á. Það er víst bara búið að opna eina gröf og það var gert fyrir einhverjum 30 árum ca. En það gekk víst eitthvað svo illa því súrefnið eyddi öllum leifunum og grafræningjar komust í góssið að það var ákveðið að opna ekki fleiri grafir fyrr en betri leið fyndist til að koma í veg fyrir að menjarniar skemmdust.

mai ferd 039

 mai ferd 031
 

 mai ferd 033

Ég fyrir framan einhvern svona brennsluofn sem maður setur reykelsi í þegar maður er búin að biðja til Buddha.

 

Síðasta daginn okkar fórum við í skemmtigarð sem kallast World Park. Það voru öll undur veraldar og fleiri til í miniture stærð fyrir fólk að skoða.

 

Ég og skakki turninn í Pisa.

pisa

Ég og Keops-pýramídinn – það var víst bannað að klifra á honum og gellan sem vann þarna var eithvað að skamma mig. En ég þóttist ekkert skilja og benti bara á barnið við hliðina á mér sem var nýbúið að gera það sama. Tounge

keops

Minns og Braginn

 01052006087

Kínverjar og enskan þeirra....

 skilti

Big stone structures er sem sagt StoneHenge á Englandi...

gervi stonehenge

Góða veðrið og gosbrunnur

 gosbrunnur

Bragi og London Bridge

 london bridge

Ég og Notre Dame í París 

 notre dame

Kveð að sinni...

 Bryndís (og Bragi)


spurning dagsins

svör óskast í commentakerfið.

 

Hver sagði "Jibbie Kayei motherfucker!"

Hver lék persónuna, hvað hét persónan og hvaða mynd var þetta? - tek  það fram að Bryndís veit þetta ekki.

 

-bra2i 


Dont shit on the floor - hugleiðingar um Kína

Ekki skíta á gólfiðAnnarsstaðar í heiminum eru til svokallaðar óskrifaðar reglur. Í Kína er það ekki. Ef enginn segir þér að eitthvað sé bannað þá má það. Svona hugsanagangur er eitthvað sem glæpamenn um allan heim hafa tileinkað sér. Það er - ef það er ekki bannað - þá er það leyft. En hvernig hugsanaháttur er það eiginlega?

Þau ykkar sem eruð að hugsa um svarið þá er það kínverskur hugsanaháttur. Mér skildist á íslendingunum að kennarinn í lögfræði við Shanghai skólann hérna væri svo hissa á því að lögfræði væri ekki kennd í grunnskólum. "Hvernig vita börnin þá að það má ekki stela?" - "Foreldrarnir segja þeim - og skamma ef þau stela t.d. í búðum" - "já en hvernig veit barnið þá að það má t.d. ekki stela bíl?" 

Svona hugsanahætti er ekki viðbjargandi. Kínverjar eru einfaldlega þannig að þeir geta á engan hátt tileinkað sér annarra. Þeirra er best og engra annarra. Við skoðum einfaldlega ekki hvernig aðrir gera þetta. Afhverju haldið þið að þeir noti prjóna.

Kínverjar eru of margir. Í landi þar sem allt, allt, allt of margir búa er það svo að þeir gera ekkert við fólksfjölguninni. Ekki nóg í það minnsta. 

1,321,851,888 er lykiltalan hér. Það eru of margir hérna. Öllum er sama um náungann. Ef þú lendir undir í þessu "alþýðulýðveldi" sem hér er - þá ertu búinn. Því öllum er nákvæmlega sama um náungann. Það eru einfaldlega það margir um hituna. Laun - afhverju eru þau svona lág? - jú einfaldlega af því það eru hundruðir þúsunda ef ekki einhverjar milljónir sem vilja fá vinnu. 

Hvert sem maður fer. Það er horft. Af því við erum hvít. Af því þeir sjá hreinlega ekki svo oft hvítt fólk. Nú hugsa einhverjir - hvað horfa þeir ekki á bíómyndir - Hollywood menningin og allt það. Nei þeir einfaldlega horfa á einhverjar af þeim 50 kínversku stöðvum sem eru hér. Fréttir utan úr heimi eru engar hér í sjónvarpinu. Veit ekki almennilega hvort það sé af því ríkissjónvarpinu sé ekki heimilt að sýna frá þessu - eða hvort það sé af því fólki er bara nákvæmlega sama um það sem gerist utan Kína. Er nokkuð öruggur um það að kínverjum gæti ekki staðið meira á sama um ef heimsstyrjöld brytist út - það er ef hún væri ekki hér.

Internetið er ritstkoðað hér. Það er ekki hægt að opna blogspot síður sem dæmi. Wikipedia virkar ekki. Það er nefnilega skrifað um Kína þar. Og ekki vel. Þá er því lokað hér.  123 milljónir nota netið hér í Kína. Það er innan við 10% íbúanna. Þetta hlutfall þarf að hækka svo almenn fáfræði sé ekki áfram við lýði.

1,321,851,888 manneskjur og einn stjórnmálaflokkur. Flokkurinn. Eftir að hafa dvalist hér get ég með engu móti skilið hvernig vinstri menn geta stært sig af því að enn ráði kommunistastjórn hér. Þessa menn hvet ég til að dvelja hér um stund. "Alþýðulýðveldið" stendur ekki undir nafni í öðru en skrifræði hér.

Ég bið þá sem tala um Kína sem draumalandið - að útskýra fyrir mér hvernig standi á því að Kína sé ekki ofurveldi i heiminum í dag. Fólksfjöldinn er nægur. Tæknin og verkvitið hér er hins vegar ekkert. 

Ástæða þessara skrifa er fyrst og fremst sú að stundum verðum við Bryndís bara svo hissa á hversu vitlaust fólk er hérna að það nær ekki nokkurri átt. Ég bið ekki um að fólk sé kunnugt í sögu eða viti hver sé forseti Bandaríkjanna eða að Evrópa sé heimsálfa. Ég bið um það að fólk átti sig á því að heimurinn snýst ekki um Kína og fólk viti að utan Kína sé alveg heill heimur af annarri menningu.

Alþjóðasamfélagið hefur óskað eftir því ítrekað við Kínverja að þeir geri eitthvað í því að þeir stöðvi viðskipti með fólk - jafnt í þrælaskyni sem og í kynlífsþrælkun. Kínverjar hafa ekkert gert til að stöðva þetta. Það eru bara svo margir að þeir eru búnir að missa sjónar á því hversu dýrmætur hver og einn er. Hér er hver og einn einskis virði. Sem dæmi má nefna að dánarorsök 2 af 1000 börnum hér í Shanghai verður af því að á þau er keyrt. Þá eru eftir önnur bílslys. Sérstaklega er þetta mikið þar sem ekki allir hafa efni á bílum hér - og sennilega fæstir.

En já - ég er að koma heim til Íslands í heimsókn. Og eftir það förum ég og Bryndís lítið til Kína. Leiðin liggur til Tíbet, já Tíbet er ekki í Kína - Free Tibet og allt það - verðum þar í höfuðstaðnum Lhasa og munum skoða okkur um þar - næsti áfangastaður er Nepal með höfuðborgina Katmandu í fararbroddi, við tekur Bangkok í Tælandi, Kambódía, Perhentian Island nálægt Kota Bharu í Malasíu, Hong Kong, Sanya í Kína, Hong Kong aftur, Boracay á Filipseyjum og svo að lokum Hong Kong - London - heim til Íslands.

Já - að gefnu tilefni. Mér hefur fundist Reykjavík of stór gegnum tíðina og ekki viljað búa þar. Hef snúið við blaðinu eftir að hafa búið hérna í 17 milljóna borginni Shanghai - Reykjavík er passleg stærð og ég er tilbúinn að fara þangað. Því fyrr því betra - ævintýraþráin er kviknuð fyrir alvöru og mig langar að prufa eitthvað nýtt.  

Ætla að fara að sinna Bryndísi Ósk - sem að gefnu tilefni braut ekki á sér hendina - heldur lamdi bara of harkalega í pool-borð og náði að láta blæða inn á lið. Afhverju lamdi hún í borðið? Hver veit - en eflaust eru margir á þeirri skoðun að það hafi verið vegna þess að hún hafi verið að tapa - ég er þar á meðal - en hún segist hafa verið að fagna sigri.

Læt staðar numið  í bili frá draumalandi kommunismans - þar sem bannað er að skíta á gólfið.

- bragi


Breaking news!

Ég er með news... breaking news og BREAKING-news. 

Hvað viljið þið heyra fyrst....

Góðu fréttirnar eru að matvörubúðin í hverfinu okkar hefur stigið skref í átt að siðmenningu...það er búið að fjárfesta í goskælum...vúhú!! LoL

Já það verður soldið leiðingjarnt til lengdar að drekka allt vatn og gos 20°C heitt.

Hinar fréttirnar...not so good...er að ég brákaði á mér höndina og það blæddi inn á lið. Vill helst ekki segja hvernig það gerðist...en kannski gerðist það þegar ég var að vinna Braga í snóker...og Herkúles-kraftarnir kikkuðu inn í einu skotinu. 

Þar til næst

-B 


Turhestast i Shanghai

 Hélló hélló. Meðan ég er að bíða eftir því að komast út á flugvöll fyrir fríið okkar til Peking og Qingdao  datt mér í hug að blogga smá, bæði til að drepa tímann og lífga aðeins upp á tilveruna ykkar eskimóarnir mínir heima á Íslandi, enda heilar 2 vikur þar til næsta færsla mun birtast. Já já algjör óþarfi að fara að skæla og rífa í hér sér...við lifum þetta öll af í sameiningu

 Anyways...undanfarna vikuna höfum við Braginn verið að túrhestast í Shanghai enda margt þar að skoða en við höfum kannski ekki verið neitt allt of dugleg við að fara niður í bæ í þeim erindagjörðum áður. Þannig að ég hef verið að drösla manni mínum á fætur fyrir allar aldir - er honum finnst - til að skoða hvað "borgin okkar" hefur upp á að bjóða. 

Kannski fyrst að segja frá því að við fórum upp í Oriental Pearl TV Tower eitt kvöldið til að njóta útsýnisins, enda Shanghai ótrúlega flott í kvöldljósunum. Vorum "óvart" svöng á sama tíma og okkur til mikillar gleði var boðið upp á hlaðborð í efstu kúlunni en veitingastaðurinn þar snýst svona svipað og Perlan. Það var alveg meiriháttar að sitja þarna uppi í 267 metra hæð og horfa yfir borgina, Bundið og Huang Pu ánna.  Fyrir áhugasama er perlan 468 metra há og er 3. hæsti turn í heimi. Á þessari mynd má sjá upp eftir Perlunni, þar sem við stöndum neðst við innganginn. Nokkuð hátt hús ekki satt? Hér má sjá útsýnið yfir Bund-ið - en það hafnarbakkinn Shanghai megin (perlan er á einhvers konar eyju eða einhverju og Huang Pu áin er á milli). Myndin er soldið óskýr en hún ætti samt að sýna nokkurn vegin hvernig útsýnið er.  suzhou 005Fórum líka um daginn í dýragarðinn eða Wild Animal Park sem er soldið fyrir utan borgina. Garðinum er skipt upp í 2 hluta, keyra-um hlutann og labba-um hlutann. Við leigðum okkur private bíl til að fara í gegnum private-hlutann því þá var hægt að stoppa og vera lengi í gegn en ef við hefðum farið í rútuna þá keyrði hún nokkurn veginn beint í gegn án stoppa. nenni ekki að setja inn margar myndir úr dýragarðinum...það vita allir hvernig ljón og zebra hestar líta út ...er það ekki?Set hér inn nokkrar soldið kúl myndir í staðinn:

Sú fyrsta...sá sem getur sagt mér hvaða dýr þetta er fær verðlaun...

shanghai apríl 012

 Þegar við vorum að keyra í gegnum bjarnarsvæðið komu 2 voða krúttulegir (from afar) birnir upp að bílnum. Okkur var strax skipað að loka öllum gluggum hið snarasta. Bjössarnir litlu voru eitthvað voða spenntir fyrir bílnum og stóðu upp á afturlöppunum og sniffuðu í allar áttir. Hef aldrei áður verið í svona miklu návígi við björna. Nokkuð svalt. 

shanghai apríl 027     shanghai apríl 030

Og hér kemur ein svona tiger-mynd. Mjög flott að keyra í gegnum garðinn og sjá dýrin í svona rosalega miklu návígi. Og svín...

    shanghai apríl 044      shanghai apríl 086

Nokkrar sætar dýragarðamyndir...

shanghai apríl 057    shanghai apríl 062   shanghai apríl 063    shanghai apríl 071shanghai apríl 076    shanghai apríl 082ég og bragi...ég og fílar...ég og gíraffar...ég að sitja á fílsrana...ég að sitja á úlfalda...Bragi og simpansi...(trendið í þessu er ekki viljandi að flestar myndirnar eru af mér...sumir eru bara eitthvað smeikir við vélina held ég og því lendi ég alltaf í að pósa Cool

 Fórum svo líka um daginn í Jade Buddha Temple sem var eiginlega nokkuð crap. Þurftum nottla að borga okkur inn eins og með flest allt í Kína. Svo var nottla bara allt á kínversku. Nokkur hof með risa búdda styttum inni í. Fullt af túristabúðum inni í hofunum þar sem kínverjar reyna að selja ferðamönnum eftirlíkingar af styttum, skartgripi, málverk og svo nottla nöfnin þeirra á kínversku. 

shanghai apríl 121Sáum samt voða fyndin munk í vinnunni að tala í símann og selja inn til að skoða búddastyttur. Erum ekki alveg viss hversu genuine og raunverulegir þessir munkar eru. Kannski er þetta bara allt orðið svona...maður veit ekki. Trúin orðin ferðamönnum að bráð...og munkarnir farnir að drýgja tekurnar með því að selja inn í hofin til að geta keypt sér flottari GSM. Ég ætti svo sem ekki að vera segja mikið...ég borga inn til að sjá þetta. Og svo ein í lokin af þessu af honum Braga mínum. Voða sætur... shanghai apríl 124Dröslaði svo manninum líka niður á Bund og í Ye Garden í 6 klst. langan "göngutúr" um daginn. Já ég veit...pabbi er voða stoltur af mér. Bragi var ekki jafn hrifinn.

Frá bakkanum af Bundinu getur maður séð yfir á Pundong svæðið sem er nýja fjámála- og viðskiptasvæðið í Shanghai. Þarna má sjá perluna og aðrar flottar nýtískulegar byggingar.

bund 15  bund 4Set hér með eina fína mynd af risaskipi að sigla fram hjá. Soldið írónískt að sjá stærðarmuninn. bund 1    bund 17

Garðurinn er hluti af  gömlu Shanghai sem er eiginlega búið að búa til svona túristasvæði úr. Gömlu húsunum er samt mjög vel við haldið en í staðinn fyrir alvöru gæðate og -silkibúðir eru komnir túrhesta-skranmarkaðir. Gátum samt verslað soldið þar. Er það ekki nauðsynlegt...það þurfa allir að eiga minjagripi frá kína ...eh??

shanghai apríl 192    shanghai apríl 198

Garðurinn er samt mjög flottur...ekta svona kínverskur gamall...ekkert of mikið af túristum sem var gott. Gátum því sest niður við tjörnina og slappað soldið af.

shanghai apríl 160    shanghai apríl 161shanghai apríl 178    shanghai apríl 185

 Hætt í bili. Heyrumst fljótlega aftur. 

Enda a Hagen-Daas auglysingum...

xintiandi 1    xintiandi 2

Bryndís 

Ps. Thegar eg klaradi faersluna ta vorum vid komin i fri og tvi sit eg her a 5 stjornu hoteli a leidina a strondina - en vildi samt lata ykkur vita hvernig vid hofum haft tad.

 

Suzhou & Zhouzhuang frh.

Jæja, held það sé kominn tími á framhald af sögunni góðu.

Ákváðum þriðja daginn okkar í Suzhou að kíkja í lítinn nágrannabæ Zhouzhuang sem er víst á heimsminjaskrá og best þekktur sem "Oriental Venice" eða Feneyjar Austursins. Bærinn er sem sagt 900 ára gamall og er eiginlega bara eitt stórt safn í dag. Þar eru þröngar kræklóttar götur, kanalar með fljótabátum og lágreist steinhús með fallegum bakgörðum.

Þrátt fyrir að hafa nú heyrt misjafnar sögur af bænum umrædda, ákváðum við að treysta netinu og ferðabókum sem flestar segja að þetta sé einn af þeim stöðum sem þú verður að fara til "before you die" eins og þetta er orðað nákvæmlega. Og ekki urðum fyrir vonbrigðum....þar sem þetta er einn fallegasti og áhugaverðasti staður sem ég hef komið á. Það er á fáum öðrum stöðum þar sem maður finnst eins og maður hafi hoppað aftur í fornöld bara við það eitt að horfa á húsin og fylgjast með daglegu lífi fólksins sem býr þarna. Og trúiði mér þegar ég segi að sumt fólkið þarna er örugglega 900 ára gamalt eins og bærinn. 

En því miður skemmdi það pínu hvað var mikið af "hrægömmum" eins og við Bragi kölluðum þá fyrir utan bæinn að reyna að selja túristum dót. En sem betur fer er staðurinn lokaður af fyrir þannig fólk og flestir sölubástarnir inni í bænum er með hand-made hlutum og listaverkum...og getur maður jafnvel séð fólk verið að búa þetta til. Einnig eru göturnar/stígarnir undirlagðir af gömlu fólki að selja fisk, grænmet og aðrar náttúruafburðir. Lyktin getur því orðið svolítið yfirþyrmandi stundum...en fyrir mér er þetta bara upplifelsi Smile

Fjölsóttustu staðirnir inní þorpinu eru heimili hefðarfólks þar sem hægt er sjá hvernig fólk bjó fyrir ca. 500 árum. Heimilin eru uppbyggð svolítið öðruvísi en við eigum að venjast...í staðinn fyrir eina byggingu með mörgum herbergjum eru skrilljón (ca. 100) byggingar með bara einu herbergi hvert...og hefur hvert herbergi sér tilgang. T.d. herbergi/bygging til að taka á móti gestum, borða, sofa, lesa, skrifa bréf o.s.frv. Og á milli hvers herbergis er garður eða vatn eða útigangur (tenging á milli húsanna). Nokkuð flott. Sérstaklega garðarnir, þar sem þeir eru svo stórir og endalausir ranghaldar og stígar hingað og þangað. Alveg meiriháttar hvernig þeir eru uppbyggðir. Ekki skrítið að Kínverskir garðar séu kallaðir MicroCosmos - eða lítlir heimar...þar sem í hverjum garði er að finna kletta, tré, blóm, vatn, útsýnisball, brýr, gullfiskar o.s.frv. Og allt í svona Ying Yang jafnvægi. 

En eins og svo oft áður segja myndir meira en 1000 orð og því ætla ég að setja nokkrar myndir inn í staðinn fyrir að reyna að lýsa þessu eitthvað meira.

HliðiðÞetta er sem sagt hliðið inn í þorðið. Við sitjum uppi á 2. hæð og erum að snæða hádegisverð. Gefur gott útsýni yfir fremstu húsin. Eins og sjá má eru þau öll hundgömul í svona kínverskum stíl með bogadregnum þökum með drekum upp á. 

 

 

 

 

  mynd 1

Nokkrar bæjarmyndir. Gömul hús og kanalar. Skrilljón og ein brú og fullt af túristum:

 

 

 

 

 

 

 

 

mynd 2

 

 


 

 

 

 

 

 

   mynd 3

 

 

 

 

 

 

   mynd 4

 

 

 

 

 

 

 

me og bragiSmá gerpis-mynd af okkur Braga. Gekk eitthvað hálfilla hjá okkur að ná góðri mynd þannig að við eiginlega gáfumst bara upp.

 

 

 

 

 

Quanfu temple1Quanfu Temple, þar er 5 metra búddastytta og 21 litlir búddagaurar úr gulli í kringum hann. Risastórt vatn og litlar brýr út um allt.

 

 

 

 

 

Quanfu temple2
Fleiri myndir frá garðinum þar sem búddahofið er.

 

 

 

 

 

 

 Quanfu temple3

 

 

 

 

 

 

  suzhou 119

Þetta er sem sagt fyrir framan aðalhofið. Virðist vera einhvers konar stór kamína fyrir reykelsi. Fólk sem kemur til að biðjast fyrir heldur þeim við ennið á sér og beygir sig fram og aftur og vingsar reykelsinu með, meðan það biður fyrir...og endar svo á að stinga reykelsinu niður í þessa kamínu. Virkar örugglega svipað og þegar maður kveikir á kerti í kirkjum heima og biður fyrir hinum látnu. 

 

 

fiskar
Nánast í hverju einasta vatni og tjörn hér í Kína eru gullfiskar. Og það eru líka engin smá kvikindi. Mörg þeirra virðast vera orðin nokkra tugi gömul og eru á stærð við góðan lax. Svo syndir þetta í torfum og eltir túrhestana í von um eitthvað að éta.

 

 Þetta hér á myndinni eru sem sagt fiskar

 

  

no burning enter

Ok verð að setja eina svona fyndna mynd inn - þetta er sem sagt skilti sem var utan á Hofinu. Vitum ekki alveg hvað það táknar - kannski þið getið leyst ráðgátuna???

Kínverjar eru svo fyndnir...þeir eru svo massíft lélegir í ensku og á opinberum stöðum eru skilti á ensku út um allt og það er svo greinilegt að þeir láta engan enskumælandi lesa yfir fyrir sig.LoL


  

Gondóli Þetta er sem sagt einn af gondólunum sem sigla með ferðamenn á könulunum (skrítið að setja þessi orð í fleirtölu - koma einkennilega út). Við fórum í svona gondólaferð, tókum stóran hring um bæinn. Sáum þá í einni svona bakgötu að fólk virðist nota þessa báta enn til að fara á milli staða og veiða sér til matar. 

 

 

 


gondóli 2
Fleiri gondólar að sigla með fólk.

 

 

 

 

 

 

  gondóli 3

Gondólagellan okkar.

 

 

 

 

 

 

 

 

  Jæja læt þetta duga í bili. Höfum annars verið síðustu daga verið að túristast í Shanghai sjálfri. Blogga fljótlega eitthvað um það. 

 Kv. Bryndís


Suzhou & Zhouzhuang

Jæja er ekki kominn tími til að blogga smá.

Við Braginn fórum um síðustu helgi til Suzhou og Zhouzhuang sem eru tveir "litlir" bæir hér klukkutíma-lestarferð fyrir utan Shanghai.  

Eru þeir báðir þekktir fyrir gamlar byggingar, old style Kína, fallega gamla kínverska garða og silkiframleiðslu. Eyddum fyrstu tveimur dögunum í Suzhou sem er alveg eiginlega soldil borg, en miðbærinn gamli er nokkuð lítill og ganganlegur (ef það orð er til). Ég alla vegna dröslaði Braga um borgina þvera og endilega (þótt hann væri að drepast úr hnjágikt) og sagði honum alltaf að við værum ALVEG að koma. Fattaði svo reyndar daginn eftir (þegar við fórum upp í háan 700 ára gamlan turn) að maður hefði eiginlega gengið nokkra (tugi) km - hótelið okkar var greinilega ekki jafn nálægt og ég hélt. Alla vegna var það í einhverri skýja-mengunarhulu í fjarskabuskanum.

Fyrir utan harðsperrur í rassinum var þetta rosalega fallegur bær. Fórum í eldgamlan (frá 16. öld) garð - Master of the Nets Garden -  sem á nafn sitt að rekja til til eiganda garðsins í gamla daga sem var einhver heiðurs-official gaur sem langaði að vera fiskiveiðimaður (beint upp úr túristabókinni). Suzhou er þekktur fyrir mjög marga fallega kínverska garða og eru þrír þeirra á heimsminjaskrá UNESCO (UNESCO World Heritage Site). Þessi garður ku vera sá minnsti í bænum en sá fallegasti. Og það voru orð að sönnu. Risastórt hús sem (eins og svo mörg gömul kínversk) skiptist í skilljón-og-fimm lítil hús dreifð um alla lóðina með litlum göngum og ranghölum. Garðurinn var svo með vatni í miðjunni (með fiskum og skjaldbökum í) og fullt af trjám og steinum og blómum og sætum til að njóta kyrðarinnar og þess sem fyrir augu ber. 

Master of the nets garden 1

inni í gömlu kínversku húsi Við alla vegna vorum rosa hrifin - enda mjög fallegur garður eins og sést á myndinni.

 

Hin myndin er tekin inni í einu svona gömlu húsi. 

 

 

 

 

 

 suzhou temple

Annars var bærinn voða mikið í svona húsum með risa búdda líkneskjum inni í. Þetta heitir Temple of Mystery. Tao-ista hof frá 3. öld. Svæðið þarna í kring of fyrir innan var einu sinni markaður og leikhússvæði. Þetta er svo sem alveg markaður enn í dag - en því miður er óttalegt túrista skran selt þarna. Bölvaði hrægammar að reyna að pranga inn á hvíta manninn rusli. Bréfahöttum, fjöldaframleiddum blævængjum, búdda líkneskjum o.s.frv. 

Það sem helst kom okkur þó helst á óvart var að sjá alvöru (held ég) munka inní þessum hofum. Fatta ekki alveg þessa trú ef munkarnir vinna svo við að selja inn í hofin. Sé alla vegna ekki prestana heima fyrir mér selja inn í gamlar kirkjur og reyna að hafa af túristum fé með því að selja þeim biblíumyndir. 

hái turninn Hér er svo hái turninn sem heitir víst North Temple Pagoda sem kenndi okkur að bærinn er eiginlega ekki alveg göngufær - að það væri alla vegna lengra á milli staða en við héldum. 

Turninn er þarna á bak við og hitt er einhvers konar hlið að honum. Turninn er 76 metra hár eða einhverjar litlar 12 hæðir sem við skröltum upp hjúin. Engar lyftur á 16. öld.

 Útsýnið var ógeðslega flott. Sáum vel yfir allan bæinn/borgina. Erum samt bæði þvílíkt lofthrædd þannig að ég er nokkuð viss um að svipurinn á okkur hafi verið svolítið fyndinn - bæði ríghéldum við okkur í helvítis grindverkið og þorðum varla að opna bæði augun samtímis. 

 kína í hnotskurn

 Þessi mynd sýnir eiginlega Suzhou kína í hnotskurn. Fullt af gömlum húsum. Kína er eiginlega öll svona. Meirihlutinn soldið einlitur, grár, skítugur og mengaður. Allt of auðvelt að koma auga á fátækina.

Því miður. 

 

 

 

 

north temple pagoda 5Minns og Bragi fyrir framan risa búdda gaur með bumbuna út í loftið. 

Smá fróðleikskorn: Búdda hét í alvörunni Siddhartha Gautama.

 

 

 

 

 

 

 

 

 OK - verð að setja inn nokkrar ógeðslega fyndnar myndir - Meiri Kína í hnotskurn. Þetta land getur verið svo fyndið...

KFC

Nr. 1 - KFC bíll - án gríns voru svona 10 KFC staðir á 1 km2 radíus. Og til að auðvelda þetta túrhestunum þá voru KFC bílar ready að keyra svanga fólkið þessa nokkur hundruð metra að næsta stað. 

 

 

 

 

 

 mcdonalds

Nr. 2 - McDonalds - hef aldrei áður séð McDonals í svona ógeðslega gamal dags byggingu. Mætti halda að maður væri kominn aftur í fornöld miðað við húsið - en þetta er samt svo absúrrrrt að sjá með svona nýtízku ameríkanó skilti. 

 

 

 

 

vera modaNr. 3 - Svipuð mynd hér af Vera Moda.  

 

 

 

 

 

 

 

kínverskur maður í vinnunni

Nr. 4 - Kínverskur maður í vinnunni. Þetta er ein algengasta sjónin í Kína. Sofandi fólk. Hvort sem Kínverjar eru í vinnunni, að keyra leigubíl, sitja aftan á akandi mótorhjólum eða nánast hvað sem er - þá virðast þeir geta sofnað hvar og hvenær sem er. Sérstaklega ef þeir eru í vinnunni. 

 

 

 

 

strætóskýliNr. 5. - Kínverskt strætóskýli - þau eru reyndar ekki öll svona - og á flestum stöðum í Kína er ekki einu sinni skýli (mesta lagi staur). En þetta passaði svo ótrúlega flott inn í umhverfið þarna þar sem öllu var haldið í gamla stílnum. 

 

 

 

 

 

Og svona í lokin á Suzhou - 2 ljónamyndir

ljón 1

 ljón 3

 

 

 

 

 

 

 

 

Tala um Zhouzhuang í næstu færslu - þessi er orðin svo löng.

 Kv. Bryndís -  og Bragi biður að heilsa 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband