Aldeilis margt búið að ganga á...

Langt er síðan við höfðum tíma til að blogga eitthvað og biðjum við aðdáendur okkar velvirðingar.

Skemmst er frá því að segja að heimilislífið hefur verið á öðrum endanum sl. vikur, enda var fest kaup á íbúð - einn tveir og tíu- og svo fengu "þeir gömlu" (pabbinn & pabbinn) ásamt "þeim ungu" Ingó og Braga viku til að leggja allt gólfefni. Rumpuðumst við mútta þá um bæinn að kaupa nauðsynjar í búið meðan kallarnir voru að, enda ýmislegt sem ekkert heimili má án vera...td. ostaskeri og gólftuskur og ljósaperur og þannig.

Eftir allt whippið með kallana ætlaðist mín audda til að fá að halda útskriftarveislu í höllinni, þannig að á einni viku varð íbúðin að vera orðin íbúðahæf og veislan ready. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort ekki hafi lekið nokkrir svitadropar við að unpakka allri búslóðinni, setja upp nýja hluti og myndir, ganga frá ýmsum lagfæringum, plana veisluna, kaupa kjólinn, elda matinn og bjóða í veisluna. Og í öllu þessu byrjaði Bragi líka í vinnunni og þurfti nottla tíma/orku í að undirbúa sig og ná áttum (hann fékk nú samt minnst af því), enda er ég extra blíð þessa dagana ;).

Þannig að á laugardaginn sl. var slegið upp veislu eftir formlega athöfn á Bifröst þar sem mín var útskrifuð sem viðskiptalögfræðingur með meiru ... og bestu einkunn í lagadeildinni. Ekki slæmt það :) Veislan tókst svo alveg prýðilega, temmilega mikið af fólki þannig að maður náði að tala við alla (nema þá sem gleymdu að mæta - þú veist hver þú ert!!! Angry). Ógeðslega góður matur enda elduðum við mamma hann (með aðstoð múttunnar hans Braga og Fanney vinkonu mömmu). En ekki varð neitt of mikið úr kvöldinu þegar fólk var farið eftir miðnættið - heldur hafði maður rétt svo orku til að setja afgangana inn í ísskáp - sem voru reyndar það miklir að maður er búinn að vera að éta veislumat alla vikuna. Þannig að ég þakka öllum sem komu í veisluna og vonandi skemmtu þið ykkur jafn vel og ég!!

 Annars má kannski segja frá því að ég er geðveikt eftir á í skólanum þar sem það er ógeð mikið að gera - og til að bæta á álagið er ég byrjuð að vinna með! Já veit smá bjartsýni í gangi - en ég sótti um heavy spennandi starf hjá Skattstjóranum í Reykjavík um sl. helgi og fór svo í viðtal næsta dag og var svo ráðin klukkutíma seinna!! Jei!! Þetta er nottla geðveikt mikið af upplýsingum fyrsta daginn og hausinn er að sprynga...en maður kannast nú svona við þetta flest allt eftir skattaréttin sl. vor. En ég verð nú bara að vinna ca 1-2 daga í viku eins og hentar mér.

 Annars...got to go...svo ég verði áfram með vinnu eftir helgi.

Bið að heilsa

-Bryndís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vægast sagt frábær árangur!! Ofboðslega fallegt heimili & vel lukkuð veisla, langt síðan ég hef fengið jafn góðar sörur Takk fyrir okkur.

Eva Hlín (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 10:13

2 identicon

Bíddu bíddu hvernig er upplýsingarflæðið frá þessu heimili, vinna hjá skattstrjóra hvað, bíst við nákvæmu updatei fljótlega:) Biðjum að heilsa

Telma og Eyþór (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 17:39

3 identicon

Hæ skvís,
Innilega til hamingju með þetta allt saman =)
Þú stendur þig alltaf jafn vel.

Knús,
Ninja Ýr

Ninja (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 08:21

4 identicon

Hæhæ, og takk innilega fyrir okkur, maturinn í veislunni var bara fyrsta flokks og þú alltaf jafn sæt ;)

Í fyrsta lagi óska ég þér til hamingju með útskriftina, og svo vissi mín ekki að þú varst með bestu einkunn, en ég hafði þó grun um það ;) til hamingju með það, og svo er það íbúðin, ekkert smá grand og flott, þið bjóðið mér í bíó í stofunni eða nýja pottinn þegar hann kemur híhí :) og svo er það nýja vinnan, barasta komin í vinnu hjá skattman, congrats dúlla :) Allt að gerast ! :)

Kveðja Öspin og Krílið.

Ösp (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband