Þegar stórt fólk syngur, jafnvel mörg saman - er það þá Tröllakór?

jæja við hjúin höfum keypt okkur húsnæði. Nánar tiltekið þá höfum við fest kaup á tæplega 100m2 íbúð í Tröllakór 12 og verða gestir og gangandi boðnir velkomnir þangað þegar parket og flísar eru komnar inn.

 

Keyptum eðalparkett - eik country ef ég man rétt og þykir mér nafnið benda til þess að eikin sé ættuð utan af landi. Slíkt er gríðargott þar sem verðandi heimkynni eru nánast úti á landi. Heiðmörk og Vatnsendi eru kennileiti mjög nálægt fyrir þá sem ekki skilja neitt í því hvar Tröllakór er.

 

Flísar voru svo verslaðar í gær. Gríðargóðar gráar flísar sem ég bind miklar vonir við. Ljósgráar flísar í eldhúsið á milli skápa.

 

Búin að kaupa sófa, sófaborð, borðstofuborð og stóla og allt að gerast. Þetta er allt eins og best  verður á kosið.

 

Verður þetta vonandi gott framtíðarheimili fyrir okkur hjúin. Mun skella inn myndum við tækifæri.

 

Já - í öðrum fréttum - þá er ég orðinn lögfræðingur hjá Persónuvernd og mun hefja þar störf þann 3. sept. Hlakka mikið til og tel mig afar heppinn með vinnuna.

 

Annars bið ég að heilsa öllum traustum lesendunum (ef einhverjir) og skrifa fljótlega aftur svo ég verði ekki rekinn af blogginu.

 

bkv.

Bragi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það munaði minnstu að þú hefðir verið rekinn vegna tómlætis. Þeir sem ekki skrifa verða reknir af sameiginlegu bloggi og þurfa að stofna sitt eigið til að skrifa ekki á. Í þetta sinn munaði MJÖG litlu og skaltu hafa varann á!!!

Bryndís Ósk (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 00:57

2 Smámynd: Karen Ragnarsdóttir Malmquist

Hæ hæ til lukku með íbúðina :)

Kær kveðja að austan

Karen Ragnarsdóttir Malmquist, 30.8.2007 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband