Atrópía

Fór á frumsýninguna á Astrópíu í gær og verð að viðurkenna að hún var mun betri og skemmtilegri heldur en ég þorði að vona. Var ekki viss um hvort ég nennti að sjá myndina því trailerinn var ekki góður. En viti menn...myndin var mun raunverulegri og eðlilegri heldur en margar íslenskar myndir eru (viðurkenni að ég er ekki mikið fan af íslenskum myndum) og bara einstaklega góð skemmtun. 

Ragnhildur stelpan stóð sig líka mjög vel og var mjög eðlileg í þessu hlutverki...kannski á það vel við hana og ekki miklar eða óeðlilegar stellingar  sem hún þurfti að setja sig í. Nei ég segi bara svona -  hörkustelpa og geðveikt body í þessari mynd enhún þurfti að taka eitt atriði á nærfötunum einum saman. Sama á við um hina leikarana, allir voru mjög eðlilegir í sínum hlutverkum og enginn ofleikur að sjá eins og oft er í íslenskum bíómyndum. 

Loksins er ég líka búin að skilja þennan hlutverkaleik sem fólk í kringum mig hefur verið að spila og tala um, en ég hef reynt að skilja og spyrjast fyrir um þetta í langan tíma og botna ekki upp né niður í neinu þegar "spilarar" reyna að útskýra fyrir mér út á hvað þetta gengur.

 Þannig að allt í allt verð ég að mæla með þessari mynd...en það kannski þarf ekki, enda virðist íslenska þjóððin hrúgast inn í bíósali um leið og eitthvað íslenskt sést á tjöldunum. 


mbl.is Astrópía frumsýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband